Úrslit frá Keppninni um
sterkasta mann IFSA Ísland 2006 Smáralind.
1 Sæti. Benedikt Magnússon.
2 Sæti. Stefán Sölvi Pétursson.
3 Sæti. Georg Ögmundsson.
4 Sæti. Jón Valgeir Williams.
5 Sæti. Guðmundur Otri Sigurðsson.
6 Sæti. Sigfús Fossdal.
Benedikt Magnússon er
Sterkasti maður Íslands 2006.
Laugardaginn 3. júní var haldið í Smáralindinni aflraunakeppnin IFSA
Sterkasti maður Íslands. Allir sterkustu keppendur landsins mættu til að
reyna með sér hver væri sterkastur. Magnús Ver var þó ekki með sem var
mikill missir en hann var þó ekki langt undan þar sem hann var
mótshaldari og yfirdómari. Með Magnúsi í dómgæslunni var margföld sund
og aflraunadrottning Íslands, Bryndís Ólafs. Til leiks mættu sex
keppendur en fyrir mótið voru skráðir tíu keppendur. Það er þó alltaf
saman sagan fyrir svona sterk mót að menn heltast úr lestinni með
meiðsli, þar sem mót sem þetta gerir gríðarlegar kröfur um að menn séu
jafnt sterkir með gott úthald og útsjónarsamir til að leysa greinarnar
með sem bestum árangri. Keppendur voru þeir Benedikt Magnússon réttstöðu
kóngur Íslands, Stefán Sölvi unglingurinn ægilegi, Georg Ögmundsson eða
kraninn, Jón Valgeir Williams, Sigfús Fossdal Akureyringurinn sterki og
Guðmundur Otri eða afinn eins og hann er kallaður núna. Þess má geta að
mikill aldursmunur var milli yngsta og elsta keppandans þar sem
unglingurinn hrikalegi sem jafnframt lenti í öðru sæti með glæsibrag er
einungis tuttugu ára og svo sá elsti eða Otri sjálfur sem er 41 árs.
Benedikt Magnússon vann mótið þó örugglega þar sem hann vann fjórar af
sex greinum sannfærandi og stóð uppi sem IFSA Sterkasti maður Íslands
2006. Framan af mótinu veittu Stefán Sölvi og Georg Ögmundsson Benedikt
þó harða samkeppni þar sem Stefán vann með miklu harðfylgi tvær greinar,
það er uxa gönguna þar sem keppendur þurftu að hlaupa með 360kg byrðar á
öxlunum 25 metra, þar sem Stefán sigraði á rúmum 16 sekúndum. Stefán
vann líka kúlusteinalyftuna þar sem hann vippaði upp öllum fimm steinum
á nýju Íslandsmeti. Í steinalyftunum var jafnframt keppt í fyrsta sinn
með 180kg kúlustein sem þurfti að lyfta upp á tunnu sem var í 1,2m hæð.
Aldrei fyrr hefur svo þungur steinn verið notaður hér á landi í svona
grein og voru menn ekki vissir hvort þetta væri gerlegt. En á sterku
móti sem þessu þá lyftu nánast allir keppendur þyngsta steininum og var
sérstaklega gaman að sjá Otra henda öllum steinunum upp og á góðum tíma
þar sem hann var sá fyrsti til að lyfta 180kg kúlusteininum upp á tunnu.
Metið hans Otra stóð ekki lengi þar sem það var marg bætt þar til Stefán
stóð uppi sem sigurvegari en hart á hæla honum komu bæði Benedikt, Georg
Jón og Otri. Mótið var í allastaði hið veglegasta þar sem margir
áhorfendur mættu til að bera krafta kallana augum og láta fara vel um
sig í Vetrargarðinum í Smáralind. Sigurvegari keppninnar Benedikt fékk
að launum veglegan bikar til eignar og medalíu eins og aðrir keppendur.
En í keppni sem þessari má segja að allir þeir sem þorðu að mæta voru
sigurvegarar. Þó var í lok keppninnar Benedikt með flest stiginn þar sem
hann var búinn að vinna glæsilega appalon öxul lyftuna með sóma þar sem
keppendur kepptust í að lyfta sverum öxli 120kg að þingd upp fyrir
höfuð, síðan vann Benedikt einnig dauðahaldið eða Herkúles hold eins og
það er kallað á enska tungu þar sem hann hélt í hvorri hönd 140kg byrðum
í hvorri hönd í um 50 sekúndur, Jón Valgeir veitti Benna harða harða
keppi í þessari grein en svo fór sem fór, þess má geta að Íslandsmetið í
þessari grein á einmitt margfaldur sterkasti maður heims Magnús Ver sem
hefur náð tímanum 1 mínúta og 9 sekúndur. Benedikt vann svo einnig
bílalyftuna þar sem keppendur tókust á um hver gæti oftast lyft
Mitsubitsi jeppa eins oft og hægt er að aftan. Hver lyfta var um 310kg
þung og var Benedikt öruggur með 10 góðar lyftur á undir 75 sekúndum.
Sigfús Fossdal gerði harða atlögu að réttstöðu kónginum en uppskar þó
ekki sem skyldi en á skilið mikinn sóma fyrir en Sigfús hefur einmitt
verið að ná mjög góðum árangri á erlendri grundu í kraftlyftingum. Í
myllugöngunni eða Conans Wheel eins og það er gjarnan nefnt á ensku vann
Benedikt einnig þar sem hann bar öxul hring eftir hring lengst af öllum
þar sem fjórar dansmeyjar frá Goldfinger sátu í þar til gerðum sætum á
öxlinum þannig að heildarþyngd sem hver keppandi þurfti að bera var um
250kg. Georg Ögmundsson kom sterkur inn í þessari grein og mátti ekki
miklu muna að hann hefði sigrað. Benedikt fór þó fram úr honum og var
þar með búinn að vinna fjórar greinar og með góða stöðu sem síðar
tryggði honum sigurinn. Mótið var virkilega spennandi allt fram í loka
grein þar sem allt var opið allt fram á síðustu stund. Keppendur mættu í
sínu al sterkasta formi og sýndu á sér allar sínar bestu hliðar til að
skemmta stórum hóp áhorfenda í Smáralindinni og það er ljóst miðað við
ánægju keppenda, mótshaldar og allra þeirra gesta sem þarna voru komnir
að IFSA Sterkasti maður Íslands er komið til að vera og verður mikil
spenna að sjá á næsta ári hvort að Benedikt nær að verja titilinn eða
hvort einhver af þessu geysi sterku keppendum sem þarna voru komnir,
komi aftur á næsta ári og nái að hrifsa titilinn af honum.
 |